Fara í efni
Til baka

Grímsey
Norðurland

Staðsetning

Um 40 km norður af meginlandi Íslands má finna eyjuna Grímsey. Það sem er einstakt við eyjuna er að Norðurheimskautsbaugur gengur í gengum hana. Árið 2009 var samþykkt með kosningu að Grímsey myndi sameinast sveitarfélaginu Akureyri. Í Grímsey er lítið þorp sem heitir Sandvík og hafa þar um 60 manns fasta búsetu. Nokkuð er þó um að fólk hafi þar sumardvöl og fjölgar því íbúum yfir sumartímann. Eyjan er um 5,3 km² og rís hæst 105 m yfir sjávarmáli.

Saga

Það er óljóst hvenær nákvæmlega menn settust að í Grímsey. Ef horft er til Íslendingasagna kemur Grímsey við sögu í nokkrum atburðum sem eiga að hafa gerst um aldarmótin 1000. Af þeim má gera ráð fyrir að engin byggð hafi þá verið í eyjunni en þó nytjuð af Norðlendingum. Hún var talin matarkista vegna lífríkisins sem þar er að finna, gjöfulla fiskimiða, fuglaveiða og eggjatöku. Í sögn frá 19 öld er fjallað um hvernig byggð hófst í Grímsey. Fram að því mátti engin setjast þar að vegna þeirra hlunninda sem eyjan hafði upp á að bjóða. Hópur Þingeyinga settist þó að í leyfisleysi og barðist fyrir búsetu sinni. Því er talið er að byggð hafi verið í Grímsey í um þúsund ár.

Miðgarðakirkja var byggð árið 1867 og var því elsta hús Grímseyjar. Grímseyingar hafa margir hverjir átt stórar stundir og minningar úr kirkjunni. Það var því mikið áfall fyrir íbúana þegar kirkjan og allir munir hennar brunnu til kaldra kola að kvöldi 21.september 2021. Grímseyingar voru staðráðnir í að byggja nýja kirkju og settu af stað fjáröflun til þess. Mikill samhugur var með Grímseyingum og gekk söfnunin mjög vel.

Afþreying

Ferðamenn leggja margir á sig langt ferðalag til þess eins að stíga fæti norður fyrir heimskautsbaug en það er ekki það eina sem laðar fólk að. Yfir sumartímann eru það ekki einungis íbúum sem fjölgar á eyjunni heldur má finna allt að 60 tegundir af fuglum sem verpa þar. Lundinn er eflaust sá fugl sem flestir gestir eyjunnar vilja bera augum en listinn af tegundum er langur. Besti tíminn fyrir fuglaskoðun er frá maí til september. Grímsey bíður einnig upp á fjölbreyttar gönguleiðir og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Í góðu veðri er einnig hægt að setjast niður á kaffihús og fylgjast með mannlífinu og smábátunum sigla inn höfnina með feng dagsins.

Flug

Norlandair sinnir áætlunarflugi á milli Akureyrar og Grímseyjar 2-3 sinnum í viku. Nánari upplýsingar má finna í flugáætlun.

Áætlun Akureyri - Grímsey - Akureyri

Gildistími nóvember 2024 - apríl 2025
 

Þri

 

Brottför

Lending

FNA 536

AEY-GRY

12:15

12:45

FNA 537

GRY-AEY

14:45

15:15

Fös, sun

 

Brottför

Lending

FNA 536

AEY-GRY

13:00

13:30

FNA 537

GRY-AEY

13:45

14:15