Fara í efni
Til baka

Húsavík
Norðurland

Staðsetning

Húsavík er stærsti bær í sveitarfélaginu Norðurþingi í Suður-Þingeyjarsýslu og er stendur við flóann Skjálfanda. Austan megin við bæinn stendur Húsavíkurfjall og hinum megin við flóann tróna Kinnafjöll. Hægt er að sjá Flatey frá bænum og á góðum degi alla leið í Grímsey. Í Norðurþingi búa rúmlega 3000 manns og af þeim búa um 2400 manns á Húsavík.

Saga

Húsavík á sér langa sögu, enda elsti bær á íslandi. Kaupfélagið á Húsavík var stofnað árið 1882. Örnefnið Húsavík er einnig mjög gamalt og er þess getið í Landnámu (Sturlubók) þar sem sagt er frá Garðari Svavarssyni. Hann var sænskur víkingur sem sigldi umhverfis landið og nefndi það Garðarshólma. Garðar byggði sér hús á Húsavík og dvaldi þar einn vetur. Nafn bæjarins er dregið af því.

Afþreying

Í dag er Húsavík hvað helst þekktur fyrir hvalaskoðanir á Skjálfanda en þar má finna 23 tegundir hvala. Á Húsavík eru nokkur hvalaskoðunarfyrirtæki sem sigla með fjöldan allan af ferðamönnum sem vilja bera þessi mögnuðu dýr augum. Eftir siglinguna er tilvalið að heimsækja Hvalasafnið þar sem sjá má 22 metra langa beinagrind af Steypireyð.

Ferðaþjónustan blómstrar á svæðinu og má þar finna alla helstu þjónustu. Ýmsir gistimöguleikar standa ferðamönnum til boða ásamt úrvali af veitingastöðum. Fjöldi gönguleiða, golfvöllur, skíðasvæði, söfn og bruggverksmiðja eru nokkur dæmi um fjölbreytta afþreyingu á svæðinu. Eftir annasaman dag er hægt að slaka á í sundlaug bæjarins eða í Geo Sea sjóböðunum.

Það má segja að Húsavík hafi óvænt skotist upp á stjörnuhimininn sumarið 2020 þegar Netflix gaf út myndina Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Myndin eins og nafnið gefur til kynna fjallar um Eurovision og á sér stað að mestu í Húsavík, þar sem aðalpersónur myndarinnar búa. Árið 2021 opnaði Eurovision safnið á Húsavík þar sem gestir geta fræðst um myndina og áhrifin sem hún kom til með að hafa á bæinn og íbúa.

Flug

Norlandair sinnir áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Húsavíkur 4 sinnum í viku. Nánari upplýsingar má finna í flugáætlun.

 

Áætlun Reykjavík - Húsavík - Reykjavík

 

 

Gildistími desember 2024 - mars 2025

Mið

 

Brottför

Lending

FNA 580

RKV-HZK

07:30

08:20

FNA 581

HZK-RKV

08:40

09:30

FNA 582

RKV-HZK

15:30

16:20

FNA 583

HZK-RKV

16:40

17:30

Fös

 

Brottför

Lending

FNA 580

RKV-HZK

15:15

16:05

FNA 581

HZK-RKV

16:25

17:15

Sun

 

Brottför

Lending

FNA 580

RKV-HZK

16:10

17:00

FNA 581

HZK-RKV

17:20

18:10