Fara í efni
Til baka

Þórshöfn
Norðurland

Staðsetning

Þórshöfn er þorp, staðsett á Langanesi í sveitafélaginu Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu. Þórshöfn var reist við vík þar sem var mjög gott skipalægi frá náttúrunnar hendi og hefur frá fornu fari verið notuð sem höfn. Nafn hafnarinnar er kennt við þrumuguðinn Þór. Í Langanesbyggð búa um 600 manns og í bænum sjálfum um 380 manns.

Saga

Seint á 16. öld var mikið um siglingar þýskra kaupmanna til Þórshafnar og kölluðu þeir Þórshöfn Dureshaue. Þegar einokunarverslunin var sett á lögðust viðskipti við þýsku kaupmennina niður. Íbúar í sveitinni þurftu þá að leggja leið sína til Vopnafjarðar eða Húsavíkur til að versla. Árið 1846 varð Þórshöfn löggildur verslunarstaður og upp frá því fór verslun að aukast á svæðinu. Kaupfélag Langnesinga var aðalverslunarrekandinn nær alla 20. öldina. Útgerð og fiskvinnsla hefur þó í gegnum tíðina verið helsti atvinnuvegurinn á Þórshöfn. Stærsti atvinnurekandinn í útgerð er Hraðfrystistöð Þórshafnar sem gerir út tvö skip ásamt því að reka fiskvinnslu.

Afþreying

Það má segja að Þórshöfn sé anddyrið að Langanesi. Fallegt umhverfið og náttúran býður upp á fjölbreytta afþreyingu og möguleika til útivistar. Fyrir fuglaáhugamenn er tilvalið að skoða þær fjölmörgu tegundir fugla sem hreiðra um sig þar. Margar vinsælar ár og vötn eru í nágrenni Þórshafnar, sem ætti að laða að alla þá sem hafa áhuga á fiskveiðum. Í bænum sjálfum má finna alla helstu þjónustu eins og sundlaug, tjaldsvæði, verslun, veitingastað, gistiheimili og margt fleira.

Flug

Norlandair sinnir áætlunarflugi á milli Akureyrar og Þórshafnar 5 sinnum í viku. Nánari upplýsingar má finna í flugáætlun.

 

Áætlun Akureyri - Vopnafjörður - Þórshöfn - Akureyri

 

Gildistími september 2024 - apríl 2025

Mán, þri, fim

 

Brottför

Lending

FNA 564

AEY-VPN

09:15

10:00

FNA 565

VPN-THO

10:15

10:30

FNA 567

THO-AEY

10:45

11:30

Fös, sun

 

Brottför

Lending

FNA 564

AEY-VPN

15:20

16:05

FNA 565

VPN-THO

16:20

16:35

FNA 567

THO-AEY

16:50

17:35