Fara í efni
Til baka

Vopnafjörður
Austurland

Staðsetning

Vopnafjörður er breiður flói á Norðausturlandi og liggur á milli Héraðsflóa og Bakkaflóa. Við miðjan fjörðinn er Kolbeinstangi, þar sem Vopnafjarðarbær stendur. Vopnafjörður tilheyrir sveitafélaginu Vopnafjarðarhreppi og telja íbúar hans um 660 manns.

Saga

Frá tímum einokunarinnar á 17. og 18. öld hefur Vopnafjörður verið verslunarstaður. Eftir að einokunarverslunin var lögð af hóf danska verslunarfélagið Örum & Wullf starfsemi í bænum. Nokkur hús voru reist af félaginu og er eitt að þeim húsum Kaupvangur, sem talið er af mörgum vera eitt fallegasta hús Vopnafjarðar. Húsið fékk allsherjar yfirhalningu árið 2005 og þjónar í dag alls kyns menningartengdum viðburðum og sýningum. Þar er einnig til húsa huggulegt kaffihús. Ásamt því að vera verslunarstaður er stundaður hefðbundinn landbúnaður, útgerð og fiskvinnsla. Brim hf. rekur í dag frystihús og fiskmjölverksmiðju í bænum.

Afþreying

Fjölbreytt umhverfi og falleg náttúran sem umvefur bæinn býður upp á ýmsa möguleika til útivistar. Í nánd við bæinn ættu allir að geta fundið gönguleiðir við sitt hæfi. Þverárgil, Fuglabjargarnes og hraunin fyrir ofan bæinn bjóða upp á skemmtilegar gönguleiðir. Í vel varðveittum torfbæ við Bustarfell má finna minjasafn sem er vel þess virði að heimsækja. Frá safninu liggja einnig nokkrar gönguleiðir og má þar nefna útsýnisskífuna uppi á Bustarfellinu. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir sveitina og fjörðinn. Hægt er að fræðast um ferðir vesturfaranna á Vesturfaramiðstöð Austurlands og er þar einnig boðið upp á ættfræðiþjónustu fyrir afkomendur þeirra. Skemmtileg leiksvæði fyrir börn má finna í þorpinu og á Skálavelli er hægt að skella sér í golf. Í Vopnafirði eru einnig margar þekktar silunga- og laxveiðiár þar sem um árabil hefur verið vinsælt að stunda stangveiði.

Flug

Norlandair sinnir áætlunarflugi á milli Akureyrar og Vopnafjarðar 5 sinnum í viku. Nánari upplýsingar má finna í flugáætlun.

 

Áætlun Akureyri - Vopnafjörður - Þórshöfn - Akureyri

 

 

Gildistími september 2024 - apríl 2025

Mán, þri, fim

 

Brottför

Lending

FNA 564

AEY-VPN

09:15

10:00

FNA 565

VPN-THO

10:15

10:30

FNA 567

THO-AEY

10:45

11:30

Fös, sun

 

Brottför

Lending

FNA 564

AEY-VPN

15:20

16:05

FNA 565

VPN-THO

16:20

16:35

FNA 567

THO-AEY

16:50

17:35